Þekking er gjaldmiðill framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 22. mars 2018 17:00 Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur komið skólanum í fremstu röð alþjóð legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims fjárfesta í rannsóknarháskólum til að byggja upp samfélag sem drifið er áfram af menntun, rannsóknum og nýsköpun. Hér á landi hefur verið stigið skref í þá átt með uppbyggingu háskólastigsins en til að byggja upp blómlegt þekkingarsamfélag á Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs. Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því að vinna með háskólum og háskólar þurfa að sjá ábata af því að vinna með atvinnulífinu. Þannig er hægt að tryggja hagnýtingu þekkingar og að ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að nýta háskólamenntun sína og sjái sér þannig hag í að búa hér á landi. Rannsóknir háskóla og doktorsnám er mikilvægur þáttur í þessari menntasókn. Hagnýting þekkingar er forsenda þess að hægt sé að takast á við samfélagslegar áskoranir á borð við loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað starfsemi sína. Opinberar stofnanir, nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu og háþróaðri tæknilausnum. Mörg framsæknustu fyrirtæki heims hafa því byggt upp öflugt samstarf við háskóla til að sækja þangað þekkingu og tækninýjungar sem sprottnar eru úr grunnrannsóknum á ólíkum fræðasviðum. Hátæknirisar á borð við Google og Apple sækjast t.d. markvisst eftir samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og er þróun þessara fyrirtækja háð slíkri þekkingarsköpun. Mikilvæg framþróun síðustu áratuga – s.s. GPS-tæknin, snertiskjárinn og internetið – hefði aldrei náðst án fjárfestingar samfélagsins í háskólamenntun, rannsóknum og doktorsnámi í fjölbreyttum fræðigreinum. Háskóli Íslands hefur þegar stigið markviss skref til að skapa lifandi og gagnvirkan samstarfsvettvang við atvinnulífið. Dæmi um þetta er uppbygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni í samvinnu við Reykjavíkurborg þar sem Háskólinn og nýsköpunarfyrirtæki eru leidd saman. Þá hefur Háskólinn haft forystu um stofnun þekkingarveitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur til að veita hugverkum og nýrri tækni úr háskólum og rannsóknastofnunum til samfélags og atvinnulífs. Erlendar úttektir hafa sýnt að skortur á slíku samstarfi og slíkri þekkingarveitu hefur verið veikleiki kerfisins hér á landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt samfélag eru nánast óþrjótandi. Beint samband er á milli fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun og þróun annars vegar og framleiðniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt hefur verið fram á að hver aukin króna til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti þjóðartekna sem nemur fimmfaldri þeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér þannig margfalt til baka til samfélagsins í auknum hagvexti og lífsgæðum.Sameiginlegt viðfangsefni Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna stendur Ísland sterkt að vígi þegar litið er til árangurs vísindarannsókna og alþjóðlegs samstarfs, en síður þegar kemur að þáttum á borð við nýtingu hátækni, útflutning og framleiðni. Hluti vandans er að við verjum ekki nægilegum fjármunum í rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum sem fyrirtækjum. Við þurfum sameiginlega að setja okkur metnaðarfull markmið til að vera samkeppnishæf við nágrannaþjóðir okkar. Evrópusambandið stefnir að því að verja þremur prósentum af landsframleiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og þróun og skapa með því fjölda nýrra starfa og auka hagvöxt. Framsækin ríki á borð við Bandaríkin, Japan og Suður-Kóreu fjárfesta nú þegar þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu sinni í rannsóknaháskólum, alþjóðasamstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík fjárfesting skilar sér beint til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Það er sameiginlegt viðfangsefni okkar, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda að stuðla að hagnýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni samfélagsins, velferðar allra og til að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Farsæld samfélags okkar til framtíðar er í húfi.Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun