Seðlabankastjórar vara við fjármálalegri áhættu loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 10:47 Mark Carney, seðlabankastjóri Englands, var einn þeirra sem ræddu um áhrif loftslagsbreytinga á fjármálakerfið á alþjóðlegum fundi seðlabankastjóra um loftslagsáhættu í Amsterdam. Vísir/AFP Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hugmyndir um að fjármálastofnanir og tryggingafyrirtæki þurfi að greina frá áhættu sem tengist áhrifum loftslagsbreytinga og álagspróf vegna hraðra orkuskipta voru ræddar á fundi seðlabankastjóra um loftslagsmál í Hollandi. Seðlabankastjóri Englands varaði þar við hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga.Financial Times segir að þó að seðlabankastjórarnir hafi ekki komið sér saman um hvernig þeir eigi að bregðast við loftslagsbreytingum hafi þeir verið á einu máli um að aðlaga þyrfti regluverk fjármálastofnana að áhættum sem tengjast þeim. Loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa verulega áhættu í för með sér fyrir fjármálastofnanir. Gert er ráð fyrir meiri veðuröfgum í hlýnandi heimi sem gætu komið illa við pyngju tryggingafélaga. Þá fylgja orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa einnig umbreytingar í efnahagslífinu. „Þegar loftslagsbreytingar verða orðnar skýr og greinileg ógn við fjármálastöðugleika þá gæti það þegar verið of seint. Skylda okkar er að starfa á þann hátt að fjármálakerfið í heild sinni verði í stakk búið til að aðlagast á mjúkan, skilvirkan og skipulagan hátt eftir því sem loftslagsaðgerðir taka á sig mynd,“ sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englands. Þá talaði Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, fyrir því að evrópskir bankar og tryggingafélög þurfi að greina frá áhættu sinni sem tengist loftslagsbreytingum, sektum við fjárfestingum í sem tengjast miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftslagsálagsprófum fyrir allar fjármálastofnanir. „Við þurfum framsýn álagspróf sem meta yfirgripsmikil tengsl loftslagsbreytinga annars vegar og eigna og skulda,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Segir íbúa Fídjíeyja berjast fyrir lífi sínu Fjórir fórust í fellibylnum Josie um páskana. Forsætisráðherra Fídjíeyja segir nýtt og ógnvænlegt tímabil veðuröfga vegna loftslagsbreytinga gengið í garð. 3. apríl 2018 10:03
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45