Hvað eru sanngjörn laun? Opið bréf til forsætisráðherra Ómar Sigurvin Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 08:00 Ágæti forsætisráðherra, til hamingju með nýja starfið! Starfi þínu fylgir mikil ábyrgð og fyrir það færðu vel borgað. Raunar er það svo að Kjararáð hækkaði laun forsætisráðherra árið 2016 um 45% og samtals hækkuðu launin um 64% á þremur árum frá 2013-2016. Sjást þessar hækkanir ansi glögglega á rekstrarkostnaði Alþingis sem á síðustu 5 árum hefur aukist um 85% og eru launagjöld stærsta orsök hækkunarinnar. Á sama tíma áttu almennar launahækkanir samkvæmt SALEK samkomulaginu að nema 32% frá lokum árs 2013 til loka árs 2018. Nú ætla ég ekki að fjölyrða um það hvort laun þín sem forsætisráðherra séu sanngjörn eður ei, heldur var þessari stuttu samantekt aðallega ætlað að þjóna sem inngangi að efni bréfsins og til að setja hlutina í rétt samhengi. Mig langaði nefnilega að spyrja þig: Hvers virði eru ljósmæður? Hefur ríkið efni á því að semja ekki við ljósmæður? Þessar spurningar hljóma ef til vill kunnuglega enda spurðir þú þig þeirra í september 2008: „Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]” Katrín Jakobsdóttir í ræðu á Alþingi 3. september 2008 Það er vissulega rétt hjá þér að í stjórnarsáttmálanum 2007 var sérstaklega kveðið á um að bæta ætti kjör kvenna hjá hinu opinbera og einkum hjá stéttum þar sem konur voru í meirihluta. Réttum áratug síðar er ekki einu orði minnst á þetta í stjórnarsáttmála þinnar ríkisstjórnar og aftur eru ljósmæður samningslausar. Aftur er samninganefnd ríkisins umboðslaus til að leiðrétta kjör ljósmæðra. Ljósmæður eru fyrsta stétt kvenna til að fá „undirvísun” til starfa og til að fá laun á vegum hins opinbera. Formleg menntun hófst árið 1761 og fyrsta skráða embættispróf ljósmóður er frá 1766. Varla er að finna þá stétt á Íslandi sem uppfyllir betur skilgreininguna „kvennastétt” en ljósmæður og þurftu þær í fjölda áratuga að sætta sig við að vinna störf sín í sjálfboðavinnu en 1826 var kveðið á um að þær mættu þiggja laun frá efnameiri konum fyrir unna vinnu. Það órétti sem ljósmæður hafa orðið fyrir hefur því staðið í árhundruði og mætti segja að þær hafi þurft að berjast fyrir launum sínum í rúm 250 ár. Geri aðrar betur! Gerðardómur sem settur var á aðgerðir þeirra 2015 og sú staðreynd að ríkið hafði af þeim laun fyrir unna vinnu í verkfallinu er því einungis síðasta kjaftshöggið sem ríkið hefur reitt stéttinni. Það er að segja áður en kom að yfirstandandi samningaviðræðum þar sem enginn skilningur hefur verið á kröfum ljósmæðra og ríkið ekki einu sinni tilbúið að leiðrétta kjör þeirra til samræmis við SALEK samkomulagið eða breyta þeirri augljósu fásinnu að þær lækki í launum eftir framhaldsmenntun sína. Nú er svo komið að á Íslandi eru 275 starfandi ljósmæður. Af þeim er ein yngri en þrjátíu ára og 45% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu 10-12 árum ef miðað er við að allar haldi fullri starfsgetu fram að ellilífeyrisaldri. Það þýðir á mannamáli að lágmark 12 ljósmæður hætta á ári vegna aldurs á meðan um 9-11 útskrifast ár hvert. Það er því augljóst að jafnvel þó heimtur úr námi og í ljósmæðrastarf væru 100% myndi það ekki nægja fyrir nauðsynlega endurnýjun stéttarinnar. Það er því augljóst að þær fjöldauppsagnir sem nú eru hafnar munu hafa gríðarleg áhrif ef ekkert verður að gert til að koma í veg fyrir ónauðsynlegt brotthvarf ljósmæðra úr starfi. En af hverju er mér sem fæðingarlækni umhugað um kjör ljósmæðra? Hvaða þýðingu hafa ljósmæður fyrir mig? Stutta svarið er það að ég gæti ekki unnið vinnuna mína ef ekki væri fyrir ljósmæður! Störf ljósmæðra snerta meira eða minna heilbrigði allrar þjóðarinnar. Þær koma að öllum hliðum barneignarferilsins; hvort sem þar er um að ræða mæðravernd, fósturgreiningu, fæðingarferlið, sængurleguna eða heimaþjónustuna. Ef að rétt er staðið að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sinna ljósmæður öllu er kemur að eðlilegu barnseignarferli og ég get treyst á að þær láti okkur læknana vita þegar eitthvað kemur upp sem ekki er eðlilegt. Fyrir utan það sjá þær um menntun og fræðslu fyrir verðandi foreldra. Þær sjá einnig um aðhlynningu við óvænta og sorlega atburði eins og fósturlát og andvana fæðingar. Ljósmæður koma í dag að mun flóknari umönnun og meðferð kvenna í öllu ferlinu en á árum áður og ljóst að hjúkrunarmenntun þeirra nýtist þar vel. Ljósmæður sinna einnig mikilvægu hlutverki í skimun eftir leghálskrabbameinum og gætu ef ríkisvaldið myndi átta sig á hve mikill mannauður felst í þeim sinnt enn fleiri verkefnum í heilbrigðiskerfinu. Íslenskt heilbrigðiskerfi er í fremstu röð í heiminum og hagvísar heilbrigðiskerfisins eins og ungbarna- og mæðradauði med því lægsta sem gerist í heiminum. Það skýrist meðal annars af því að íslenskar ljósmæður eru í heimsklassa en ef ekki verður að gáð gæti stéttin þurrkast út í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er alveg ljóst að ég sem fæðingalæknir mun ekki geta snúið aftur til Íslands til að vinna ef fram fer sem horfir og skortur verður á ljósmæðrum, enda myndi slíkur skortur hafa veruleg neikvæð áhrif á starfsumhverfi mitt og myndi ég ekki geta treyst því að öryggi minna skjólstæðinga yrði tryggt við slíkar aðstæður. Er ég fullviss að aðrir kollegar mínir sem starfa erlendis og á Íslandi eru sama sinnis. Ég ráðlegg ykkur ráðamönnum að ganga ekki að mannauðnum sem vísum og beita ykkur þegar í stað að lausn deilunnar! Ágæti forsætisráðherra! Ég ætla ekki að fullyrða hver eru sanngjörn laun fyrir ljósmæður. Hinsvegar veit ég að störf þeirra eru mjög mikilvæg og þær bera gríðarlega ábyrgð í starfi. Auk þess hafa þær að baki eina lengstu háskólamenntun allra háskólastétta. Ég get einnig fullyrt að þær hafi lengi setið eftir þegar kemur að launatróun eins og sést best á að þær hafa hækkað um 17% á tímabilinu sem SALEK samkomulagið átti að miðast við, en á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 36%. Ágæti forsætisráðherra! Einn fulltrúi samninganefndar ríkisins sagði fyrir síðasta fund með ljósmæðrum „Þetta er nú meiri skrípaleikurinn“ og ég sem fylgist með erlendis frá get ekki annað en tekið undir þau orð hennar. Það er hreinn og klár skrípaleikur að fylgjast með afstöðu ríkisins í viðræðum sínum við ljósmæður. Ég get einnig vel skilið hvernig einstaklingur sem ekki þarf að standa í endalausri baráttu fyrir kjörum sínum á erfitt með að setja sig í þeirra spor og upplifir umboðsleysi sitt og getuleysi sem skrípaleik. Hvernig má það vera að við séum í annað skipti á áratug að horfa upp á fjöldauppsagnir ljósmæðra? Hvernig má það vera að samninganefnd ríkisins sé enn ekki komin með umboð til að leiðrétta kjör ljósmæðra og gera við þær almennilegan kjarasamning sem dregur úr því misrétti sem elsta kvennastétt hins opinbera verður fyrir? Hvernig ætlar þú að beita þér til þess að leysa úr deilunni? Og kannski það allra mikilvægasta: Hvernig væri að meta ljósmæður að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ágæti forsætisráðherra, til hamingju með nýja starfið! Starfi þínu fylgir mikil ábyrgð og fyrir það færðu vel borgað. Raunar er það svo að Kjararáð hækkaði laun forsætisráðherra árið 2016 um 45% og samtals hækkuðu launin um 64% á þremur árum frá 2013-2016. Sjást þessar hækkanir ansi glögglega á rekstrarkostnaði Alþingis sem á síðustu 5 árum hefur aukist um 85% og eru launagjöld stærsta orsök hækkunarinnar. Á sama tíma áttu almennar launahækkanir samkvæmt SALEK samkomulaginu að nema 32% frá lokum árs 2013 til loka árs 2018. Nú ætla ég ekki að fjölyrða um það hvort laun þín sem forsætisráðherra séu sanngjörn eður ei, heldur var þessari stuttu samantekt aðallega ætlað að þjóna sem inngangi að efni bréfsins og til að setja hlutina í rétt samhengi. Mig langaði nefnilega að spyrja þig: Hvers virði eru ljósmæður? Hefur ríkið efni á því að semja ekki við ljósmæður? Þessar spurningar hljóma ef til vill kunnuglega enda spurðir þú þig þeirra í september 2008: „Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]” Katrín Jakobsdóttir í ræðu á Alþingi 3. september 2008 Það er vissulega rétt hjá þér að í stjórnarsáttmálanum 2007 var sérstaklega kveðið á um að bæta ætti kjör kvenna hjá hinu opinbera og einkum hjá stéttum þar sem konur voru í meirihluta. Réttum áratug síðar er ekki einu orði minnst á þetta í stjórnarsáttmála þinnar ríkisstjórnar og aftur eru ljósmæður samningslausar. Aftur er samninganefnd ríkisins umboðslaus til að leiðrétta kjör ljósmæðra. Ljósmæður eru fyrsta stétt kvenna til að fá „undirvísun” til starfa og til að fá laun á vegum hins opinbera. Formleg menntun hófst árið 1761 og fyrsta skráða embættispróf ljósmóður er frá 1766. Varla er að finna þá stétt á Íslandi sem uppfyllir betur skilgreininguna „kvennastétt” en ljósmæður og þurftu þær í fjölda áratuga að sætta sig við að vinna störf sín í sjálfboðavinnu en 1826 var kveðið á um að þær mættu þiggja laun frá efnameiri konum fyrir unna vinnu. Það órétti sem ljósmæður hafa orðið fyrir hefur því staðið í árhundruði og mætti segja að þær hafi þurft að berjast fyrir launum sínum í rúm 250 ár. Geri aðrar betur! Gerðardómur sem settur var á aðgerðir þeirra 2015 og sú staðreynd að ríkið hafði af þeim laun fyrir unna vinnu í verkfallinu er því einungis síðasta kjaftshöggið sem ríkið hefur reitt stéttinni. Það er að segja áður en kom að yfirstandandi samningaviðræðum þar sem enginn skilningur hefur verið á kröfum ljósmæðra og ríkið ekki einu sinni tilbúið að leiðrétta kjör þeirra til samræmis við SALEK samkomulagið eða breyta þeirri augljósu fásinnu að þær lækki í launum eftir framhaldsmenntun sína. Nú er svo komið að á Íslandi eru 275 starfandi ljósmæður. Af þeim er ein yngri en þrjátíu ára og 45% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu 10-12 árum ef miðað er við að allar haldi fullri starfsgetu fram að ellilífeyrisaldri. Það þýðir á mannamáli að lágmark 12 ljósmæður hætta á ári vegna aldurs á meðan um 9-11 útskrifast ár hvert. Það er því augljóst að jafnvel þó heimtur úr námi og í ljósmæðrastarf væru 100% myndi það ekki nægja fyrir nauðsynlega endurnýjun stéttarinnar. Það er því augljóst að þær fjöldauppsagnir sem nú eru hafnar munu hafa gríðarleg áhrif ef ekkert verður að gert til að koma í veg fyrir ónauðsynlegt brotthvarf ljósmæðra úr starfi. En af hverju er mér sem fæðingarlækni umhugað um kjör ljósmæðra? Hvaða þýðingu hafa ljósmæður fyrir mig? Stutta svarið er það að ég gæti ekki unnið vinnuna mína ef ekki væri fyrir ljósmæður! Störf ljósmæðra snerta meira eða minna heilbrigði allrar þjóðarinnar. Þær koma að öllum hliðum barneignarferilsins; hvort sem þar er um að ræða mæðravernd, fósturgreiningu, fæðingarferlið, sængurleguna eða heimaþjónustuna. Ef að rétt er staðið að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sinna ljósmæður öllu er kemur að eðlilegu barnseignarferli og ég get treyst á að þær láti okkur læknana vita þegar eitthvað kemur upp sem ekki er eðlilegt. Fyrir utan það sjá þær um menntun og fræðslu fyrir verðandi foreldra. Þær sjá einnig um aðhlynningu við óvænta og sorlega atburði eins og fósturlát og andvana fæðingar. Ljósmæður koma í dag að mun flóknari umönnun og meðferð kvenna í öllu ferlinu en á árum áður og ljóst að hjúkrunarmenntun þeirra nýtist þar vel. Ljósmæður sinna einnig mikilvægu hlutverki í skimun eftir leghálskrabbameinum og gætu ef ríkisvaldið myndi átta sig á hve mikill mannauður felst í þeim sinnt enn fleiri verkefnum í heilbrigðiskerfinu. Íslenskt heilbrigðiskerfi er í fremstu röð í heiminum og hagvísar heilbrigðiskerfisins eins og ungbarna- og mæðradauði med því lægsta sem gerist í heiminum. Það skýrist meðal annars af því að íslenskar ljósmæður eru í heimsklassa en ef ekki verður að gáð gæti stéttin þurrkast út í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er alveg ljóst að ég sem fæðingalæknir mun ekki geta snúið aftur til Íslands til að vinna ef fram fer sem horfir og skortur verður á ljósmæðrum, enda myndi slíkur skortur hafa veruleg neikvæð áhrif á starfsumhverfi mitt og myndi ég ekki geta treyst því að öryggi minna skjólstæðinga yrði tryggt við slíkar aðstæður. Er ég fullviss að aðrir kollegar mínir sem starfa erlendis og á Íslandi eru sama sinnis. Ég ráðlegg ykkur ráðamönnum að ganga ekki að mannauðnum sem vísum og beita ykkur þegar í stað að lausn deilunnar! Ágæti forsætisráðherra! Ég ætla ekki að fullyrða hver eru sanngjörn laun fyrir ljósmæður. Hinsvegar veit ég að störf þeirra eru mjög mikilvæg og þær bera gríðarlega ábyrgð í starfi. Auk þess hafa þær að baki eina lengstu háskólamenntun allra háskólastétta. Ég get einnig fullyrt að þær hafi lengi setið eftir þegar kemur að launatróun eins og sést best á að þær hafa hækkað um 17% á tímabilinu sem SALEK samkomulagið átti að miðast við, en á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 36%. Ágæti forsætisráðherra! Einn fulltrúi samninganefndar ríkisins sagði fyrir síðasta fund með ljósmæðrum „Þetta er nú meiri skrípaleikurinn“ og ég sem fylgist með erlendis frá get ekki annað en tekið undir þau orð hennar. Það er hreinn og klár skrípaleikur að fylgjast með afstöðu ríkisins í viðræðum sínum við ljósmæður. Ég get einnig vel skilið hvernig einstaklingur sem ekki þarf að standa í endalausri baráttu fyrir kjörum sínum á erfitt með að setja sig í þeirra spor og upplifir umboðsleysi sitt og getuleysi sem skrípaleik. Hvernig má það vera að við séum í annað skipti á áratug að horfa upp á fjöldauppsagnir ljósmæðra? Hvernig má það vera að samninganefnd ríkisins sé enn ekki komin með umboð til að leiðrétta kjör ljósmæðra og gera við þær almennilegan kjarasamning sem dregur úr því misrétti sem elsta kvennastétt hins opinbera verður fyrir? Hvernig ætlar þú að beita þér til þess að leysa úr deilunni? Og kannski það allra mikilvægasta: Hvernig væri að meta ljósmæður að verðleikum eftir menntun og ábyrgð í starfi?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun