Á hálum ís Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun