Ljósmóðir Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum völdu Íslendingar orðið ljósmóðir sem fegursta orðið í íslenskri tungu. Það voru hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi á sínum tíma en eins og segir í verðlaunuðum rökstuðningi Magnúsar Ragnarssonar, eins af þeim sem tilnefndu orðið, þá koma þar saman: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er rétt og það er ekki lítið. Frá orðinu ljósmóðir stafar birtu, hlýju. Ljósmæður eru með okkur á stærstu og bestu stundum lífsins en stundum því miður líka á þeim sárustu og erfiðustu. Ábyrgð ljósmæðra er mikil og í hugum okkar flestra verður færni þeirra og starf seint ofmetið og auðvitað átti mikilvægi þeirra í lífi þjóðarinnar stóran þátt í hversu heilluð hún er af orðinu. Hið sama virðist þó því miður ekki vera hægt að segja um íslenska ráðamenn sem virðast mun heillaðri af orðum á borð við kjararáð, stöðugleiki, þingfararkaup og akstursgreiðslur, þó að ekkert þeirra hafi átt upp á pallborðið hjá þjóðinni á sínum tíma. Einhverjum kann að þykja þetta óþarfa tilfinningasemi en því miður er þetta engu að síður lýsandi fyrir íslenskt samfélag eða í það minnsta stjórnmál. Störfin sem skipta okkur mestu máli í lífinu eru oft lítils metin af samfélaginu í trausti þess að fólkið sem störfin vinnur láti sér nægja fegurðina og mikilvægið. Að það sætti sig við hluti eins og að menntun þess sé ekki metin að verðleikum og að það geti framfleytt sér ef það vinnur myrkranna á milli og helst meira en það, því störfin feli í sér umbun í sjálfu sér. Þetta er galið gildismat sem er haldið á lofti af ríkjandi stjórnvöldum með þögnina og skeytingarleysið að vopni, nema rétt á tyllidögum og í aðdraganda kosninga. Kjaradeila ljósmæðra er búin að standa lengi og hefur enn engu skilað öðru en því að staðfesta það gildismat stjórnvalda að launum ákveðinna stétta skuli haldið niðri með öllum ráðum. Það merkilega er að flestar þær stéttir sem standa frammi fyrir þessu viðhorfi eru kvennastéttir í svo miklum meirihluta að það skaðar ekki einu sinni hina víðfrægu jafnlaunastefnu sem stjórnvöld eru svo stolt af á erlendum vettvangi. Þar fylgir reyndar tæpast sögunni að í jafnlaunapólitík stjórnvalda felist einnig láglaunastefna á hendur kvennastéttum á borð við ljósmæður sem virðast eiga að gera sér að góðu að horfa til þess hversu mikið þær geta fengið útborgað ef þær vinna bara nógu brjálæðislega mikið. Þó að á næstunni takist kannski samningur við ljósmæður sem þær geta fellt sig við þá leysir það aðeins brot af vandanum. Heildarvandinn er nefnilega fólginn í viðhorfinu til stétta sem eru bornar uppi af konum og hafa löngum mátt þola skort á virðingu og verðmæti í launaumslaginu óháð mikilvægi þeirra í samfélaginu. Og því miður verður að segjast eins og er að núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til þess að breyta þessu viðhorfi til betri vegar heldur þvert á móti herða á gildismati afturhalds og ójafnaðar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun