Þunglyndi ungmenna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun