Lífsviðhorf Björns Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 10:00 „Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun