Þess virði? Hörður Ægisson skrifar 13. apríl 2018 10:00 Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun