Á að fjármagna kosningaloforðin með fasteignabólu? Jóhannes Loftsson skrifar 9. maí 2018 11:28 Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Jóhannes Loftsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun