Nú er lag Lilja! Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2018 14:03 Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun