Flytja? Aftur? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. maí 2018 13:56 Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun