Gæludýr í félagslegu húsnæði – tímanna tákn Kristín Sævarsdóttir skrifar 2. maí 2018 21:39 Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun