Spá minnkandi iPhone-sölu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2018 06:00 iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. Vísir/epa Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X. Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira