Í vagninum Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2018 10:00 Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun