Mikilvægustu tækifæri Hörpu Gunnar Guðjónsson skrifar 10. maí 2018 10:30 Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun