Hvað er listmeðferð? Eva Eðvarðsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun