Hvað er listmeðferð? Eva Eðvarðsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar