Fótbolti

Ronaldo fjarverandi í kynningu Real á nýju treyjunum │Á förum frá Spáni?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo fagnar eftir sigurinn á laugardag
Ronaldo fagnar eftir sigurinn á laugardag vísir/getty
Orðrómurinn um að Cristiano Ronaldo sé á leið frá Real Madrid er orðinn enn háværari eftir að hann var ekki með í myndatöku á nýjum búningum Madrid fyrir næstu helgi.

Ronaldo kom orðróminum af stað sjálfur þegar hann sagði „tími minn hjá Real Madrid hefur verið mjög góður. Ég mun njóta sigursins með liðsfélögunum og segja meira eftir nokkra daga,“ í viðtali eftir sigur Real Madrid á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Í dag hófst sala á nýjum treyjum Real á heimasíðu þeirra og er Ronaldo eini leikmaðurinn í 23 manna hóp Real sem var ekki myndaður í nýju treyjunni.

Gareth Bale setti framtíð sína einnig í uppnám í viðtölum eftir leikinn á laugardag en hann er þó á meðal fyrirsæta í kynningu Real á nýju búningunum.

Ronaldo er sá eini sem ekki sést í nýju treyjunni í vefverslun Real Madridmynd/skjáskot

Tengdar fréttir

Bale snýr ekki aftur til Tottenham

Gareth Bale sagði í viðtölum eftir leik Real Madrid og Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu að hann væri óánægður með stöðu sína hjá Real og er nú talið að hann muni mögulega yfirgefa herbúðir spænska félagsins. Endurkoma til Tottenham er þó ekki möguleiki fyrir Walesverjann samkvæmt fjölmiðlum í Englandi.

Ronaldo: Ég segi eitthvað eftir viku

Athygli vakti að Cristiano Ronaldo talaði í gær um feril sinn með Real Madrid í þátíð, nú hefur hann sagt að ástæðan fyrir því sé engin tilviljun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×