Facebook vill nektarmyndir fyrirfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Facebook vill stemma stigu við dreifingu nektarmynda. William Iven Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Valdir notendur Facebook í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu fá nú að taka þátt í tilraunaverkefni samfélagsmiðilsins þar sem þeim býðst að senda Facebook nektarmyndir af sjálfum sér áður en myndin er síðan er send öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í löndunum fjórum taka þátt í verkefninu með Facebook. Frá þessu greindi Antigone Davis, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, en um er að ræða nýtt skref í baráttu Facebook gegn stafrænu kynferðisofbeldi og framhald á tilraun sem gerð var í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Notendur, sem óttast að nektarmynd af þeim verði deilt án samþykkis, geta nú haft samband við eina af þeim stofnunum sem vinna með Facebook að verkefninu og fyllt út eyðublað. Þá fær viðkomandi einnota hlekk til að hlaða upp nektarmyndinni. Sérþjálfaður starfsmaður Facebook fer svo yfir beiðnina og býr til sérstakan einkenniskóða (e. hash) fyrir hana. Samkvæmt Davis mun myndinni svo verða eytt úr tölvukerfi Facebook innan sjö daga. Kóðinn er hins vegar geymdur svo hægt sé að loka á að myndinni sé hlaðið inn á Facebook eða Instagram. „Það er niðurlægjandi og hrikalegt þegar nektarmyndum er deilt án samþykkis. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum stafræns kynferðisofbeldis,“ sagði Davis í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira