Misskilningur Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar