Fótbolti

Fimm íslenskir lögregluþjónar á leið á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenskir lögreglumenn munu vera á meðal þeirra sem standa vörð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Algengt er að FIFA biðji um aðstoð lögregluyfirvalda þáttökuþjóða á stórmótum og gerði UEFA slíkt hið sama á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þar voru líka íslenskir lögreglumenn á ferð.

Fimm íslenskir lögreglumenn verða í Rússlandi og er þeirra hlutverk fyrst og fremst að vera íslenskum stuðningsmönnum til aðstoðar. Íslensku lögregluþjónarnir hafa ekki lögheimild í Rússlandi en fyljga rússneskum lögreglumönnum og verða tengiliðir fyrir þá íslensku stuðningsmenn sem gætu þurft að leita til lögreglu.

Guðjón Guðmundsson ræddi um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá umfjöllun hans í sjónvarpsglugganum í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×