Samfélagið vill að Steindi starfi í banka Þórlindur Kjartansson skrifar 8. júní 2018 07:00 Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks. Þess í stað bíð ég eftir því að einhver annar kaupi blaðið og beri ósómann inn á heimilið. Þá get ég laumast í það þegar enginn sér til. Þannig komst ég í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Það fylgir gamalli og þaulkunnugri forskrift. Og þegar ég fletti í gegnum blaðið fyllist ég nákvæmlega sömu tilfinningum ár eftir ár.Forstjórinn og frumkvöðullinn Fyrst er farið yfir forstjórana. Ég verð almennt hvorki reiður eða öfundsjúkur út í þá. Flestir þeirra eru örugglega að leggja mjög mikið á sig til þess að skapa verðmæti, þeir bera mikla ábyrgð og fá góð laun því það er rétt og sanngjarnt að þeir fái mjög vel greitt fyrir framlag sitt. Þeir búa líka margir við frekar takmarkað starfsöryggi og þurfa að safna góðum forða til þess að geta lifað mögru árin í sambærilegum lystisemdum og samfélagsstaða þeirra mælir fyrir um. Reyndar fara laun sumra forstjóra í taugarnar á mér; til dæmis þeirra sem hefur augljóslega verið plantað til að stýra einokunarbatteríum (oft hálfríkisreknum) eða fyrirtækjum þar sem augljóst er að hvaða órangútani sem er gæti ekki haft minnstu raunverulegu áhrif á gengi félagsins. En á hinn bóginn er á forstjóralistanum að finna stóran hóp af fólki sem alþjóð veit að hefur byggt upp af dugnaði og harðfylgi frábær fyrirtæki, en greiðir sér engu að síður laun sem myndu ekki duga til þess að ráða bæjarstjóra nokkurra hundraða manna þorps úti á landi. Það er reyndar nokkurs konar regla að hinir raunverulegu frumkvöðlar í forstjórastétt raða sér í allra neðstu sætin á launalistanum ár hvert. Ýmsi maðurinn Tekjublað Frjálsrar verslunar skoðar svo sérstaklega starfsmenn fjármálafyrirtækja og þar er nokkurra hundraða manna listi af vel snyrtu og greindu fólki sem enginn veit almennilega hvað gerir—nema að það er mjög mikilvægt og felur í sér mikla notkun á tölvupósti, töflureiknum og laxveiðistöngum. Ég hef sjálfur verið starfsmaður í fjármálafyrirtæki og get ekki leyft mér mikla hneykslan yfir laununum þar, en þau vekja samt upp ákveðnar spurningar. Því næst kemur mjög áhugaverður flokkur sem heitir „Næstráðendur og fleiri“. Þarna er gjarnan að finna samansafn fólks sem er einhvers konar „stjörnur“ í atvinnulífinu. Þetta er líka mjög snyrtilegt fólk (en þó ekki eins) sem kann að tala mjög flókið og reikna mjög einfalt; og hefur alla kosti sem prýtt gætu forstjóra stórs fyrirtækis, en er nógu skynsamt til þess að nenna ekki að standa í því. Þar á eftir kemur svo allra skemmtilegasti og skrýtnasti hópurinn: „Ýmsir menn úr atvinnulífinu“ en þar er að finna alls konar safn fyrrverandi forstjóra og sjálfstætt starfandi sérfræðinga, skilanefndarfursta, fjárfesta og ráðgjafa. Þessir ýmsu menn hafa það líklega best af öllum í hvítflibbastétt; því þeir þurfa hvorki að ráða yfir öðru fólki eða sæta því að aðrir ráði yfir þeim. Mér hefur alltaf þótt þetta vera mjög spennandi flokkur, og el með mér þann draum að geta einhvern tímann skráð starfstitil minn í símaskránni sem „Ýmis maður úr atvinnulífinu“. Tekjublaðið birtir líka yfirlit yfir laun í stéttum fólks sem vinnur það sem kallast mætti „alvöru vinna“; til dæmis flugfólks, presta, lækna, sjómanna og blaðamanna. Ég verð aldrei reiður eða öfundsjúkur þegar ég les um að fólk í þessum hópum fái góð laun; og reyndar fyndist mér að margir þar mættu fá mun betur borgað. Svo sést það líka í tekjublöðunum að þeir sem taka að sér að sinna ýmiss konar hugsjónastarfi; til dæmis fyrir atvinnurekendur eða launþega, eða sem þingmenn og sveitarstjórar, passa vel upp á að gleyma ekki sjálfum sér alveg í allri fórnfýsinni. Og vissulega er það uppörvandi fyrir mig persónulega að sjá að í hópi pistlahöfunda fái að minnsta kosti einn almennileg forstjóralaun. Það er nefnilega ekki rétt, sem margir halda, að það sé geggjaður peningur í pistlahöfundabransanum. Það er til dæmis miklu meira upp úr því að hafa fyrir mig persónulega að sitja á fundum og steinþegja heilu og hálfu dagana heldur en að kreista út svona pistla einu sinni í viku. Steindi sterkur Engu að síður má slá því föstu að síðasta ár hafi verið býsna gott fyrir leikarann, tónlistarmanninn og skemmtikraftinn Steinþór Hróar Steinþórsson—Steinda jr. Hann lék líka í fjölmörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og sló í gegn úti um allan heim bæði í bíómyndum og auglýsingum. Þessi miklu afrek skiluðu honum í annað sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn landsins, sá eini sem var fyrir ofan hann var metsöluhöfundur sem vinnur í banka. Það heyrist yfirleitt enginn hneykslast á þeim örfáu skiptum sem íslenskir tónlistarmenn, rithöfundar og aðrir listamenn bera vel úr býtum. Þeir hafa ekki farið í neins konar snúninga til þess að ná til sín verðmætum heldur hafa þeir búið til úr engu eitthvað nýtt sem aðrir voru tilbúnir að borga fyrir. Við bara gleðjumst með þeim. Það segir líka margt um velgengni Steinda jr. að í tekjublaði Frjálsrar verslunar voru ekki nema 118 starfsmenn fjármálafyrirtækja sagðir hafa verið með hærri laun á síðasta ári. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá myndi maður sem hefur jafnaugljósar gáfur, hæfileika, dugnað og persónutöfra og Steindi jr. hafa það miklum mun betra ef hann sérhæfði sig í núvirðisútreikningi frjáls sjóðflæðis heldur en að halda áfram í þessu listamannaharki. Það væri líka miklu betra fyrir samfélagið, hlýtur það ekki að vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þórlindur Kjartansson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári þegar tekjublöðin svokölluðu koma út þá dettur mér ekki í hug að kaupa þau, enda hef ég megnustu skömm á þeirri endemis hnýsni í einkamálefni fólks. Þess í stað bíð ég eftir því að einhver annar kaupi blaðið og beri ósómann inn á heimilið. Þá get ég laumast í það þegar enginn sér til. Þannig komst ég í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Það fylgir gamalli og þaulkunnugri forskrift. Og þegar ég fletti í gegnum blaðið fyllist ég nákvæmlega sömu tilfinningum ár eftir ár.Forstjórinn og frumkvöðullinn Fyrst er farið yfir forstjórana. Ég verð almennt hvorki reiður eða öfundsjúkur út í þá. Flestir þeirra eru örugglega að leggja mjög mikið á sig til þess að skapa verðmæti, þeir bera mikla ábyrgð og fá góð laun því það er rétt og sanngjarnt að þeir fái mjög vel greitt fyrir framlag sitt. Þeir búa líka margir við frekar takmarkað starfsöryggi og þurfa að safna góðum forða til þess að geta lifað mögru árin í sambærilegum lystisemdum og samfélagsstaða þeirra mælir fyrir um. Reyndar fara laun sumra forstjóra í taugarnar á mér; til dæmis þeirra sem hefur augljóslega verið plantað til að stýra einokunarbatteríum (oft hálfríkisreknum) eða fyrirtækjum þar sem augljóst er að hvaða órangútani sem er gæti ekki haft minnstu raunverulegu áhrif á gengi félagsins. En á hinn bóginn er á forstjóralistanum að finna stóran hóp af fólki sem alþjóð veit að hefur byggt upp af dugnaði og harðfylgi frábær fyrirtæki, en greiðir sér engu að síður laun sem myndu ekki duga til þess að ráða bæjarstjóra nokkurra hundraða manna þorps úti á landi. Það er reyndar nokkurs konar regla að hinir raunverulegu frumkvöðlar í forstjórastétt raða sér í allra neðstu sætin á launalistanum ár hvert. Ýmsi maðurinn Tekjublað Frjálsrar verslunar skoðar svo sérstaklega starfsmenn fjármálafyrirtækja og þar er nokkurra hundraða manna listi af vel snyrtu og greindu fólki sem enginn veit almennilega hvað gerir—nema að það er mjög mikilvægt og felur í sér mikla notkun á tölvupósti, töflureiknum og laxveiðistöngum. Ég hef sjálfur verið starfsmaður í fjármálafyrirtæki og get ekki leyft mér mikla hneykslan yfir laununum þar, en þau vekja samt upp ákveðnar spurningar. Því næst kemur mjög áhugaverður flokkur sem heitir „Næstráðendur og fleiri“. Þarna er gjarnan að finna samansafn fólks sem er einhvers konar „stjörnur“ í atvinnulífinu. Þetta er líka mjög snyrtilegt fólk (en þó ekki eins) sem kann að tala mjög flókið og reikna mjög einfalt; og hefur alla kosti sem prýtt gætu forstjóra stórs fyrirtækis, en er nógu skynsamt til þess að nenna ekki að standa í því. Þar á eftir kemur svo allra skemmtilegasti og skrýtnasti hópurinn: „Ýmsir menn úr atvinnulífinu“ en þar er að finna alls konar safn fyrrverandi forstjóra og sjálfstætt starfandi sérfræðinga, skilanefndarfursta, fjárfesta og ráðgjafa. Þessir ýmsu menn hafa það líklega best af öllum í hvítflibbastétt; því þeir þurfa hvorki að ráða yfir öðru fólki eða sæta því að aðrir ráði yfir þeim. Mér hefur alltaf þótt þetta vera mjög spennandi flokkur, og el með mér þann draum að geta einhvern tímann skráð starfstitil minn í símaskránni sem „Ýmis maður úr atvinnulífinu“. Tekjublaðið birtir líka yfirlit yfir laun í stéttum fólks sem vinnur það sem kallast mætti „alvöru vinna“; til dæmis flugfólks, presta, lækna, sjómanna og blaðamanna. Ég verð aldrei reiður eða öfundsjúkur þegar ég les um að fólk í þessum hópum fái góð laun; og reyndar fyndist mér að margir þar mættu fá mun betur borgað. Svo sést það líka í tekjublöðunum að þeir sem taka að sér að sinna ýmiss konar hugsjónastarfi; til dæmis fyrir atvinnurekendur eða launþega, eða sem þingmenn og sveitarstjórar, passa vel upp á að gleyma ekki sjálfum sér alveg í allri fórnfýsinni. Og vissulega er það uppörvandi fyrir mig persónulega að sjá að í hópi pistlahöfunda fái að minnsta kosti einn almennileg forstjóralaun. Það er nefnilega ekki rétt, sem margir halda, að það sé geggjaður peningur í pistlahöfundabransanum. Það er til dæmis miklu meira upp úr því að hafa fyrir mig persónulega að sitja á fundum og steinþegja heilu og hálfu dagana heldur en að kreista út svona pistla einu sinni í viku. Steindi sterkur Engu að síður má slá því föstu að síðasta ár hafi verið býsna gott fyrir leikarann, tónlistarmanninn og skemmtikraftinn Steinþór Hróar Steinþórsson—Steinda jr. Hann lék líka í fjölmörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og sló í gegn úti um allan heim bæði í bíómyndum og auglýsingum. Þessi miklu afrek skiluðu honum í annað sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamenn landsins, sá eini sem var fyrir ofan hann var metsöluhöfundur sem vinnur í banka. Það heyrist yfirleitt enginn hneykslast á þeim örfáu skiptum sem íslenskir tónlistarmenn, rithöfundar og aðrir listamenn bera vel úr býtum. Þeir hafa ekki farið í neins konar snúninga til þess að ná til sín verðmætum heldur hafa þeir búið til úr engu eitthvað nýtt sem aðrir voru tilbúnir að borga fyrir. Við bara gleðjumst með þeim. Það segir líka margt um velgengni Steinda jr. að í tekjublaði Frjálsrar verslunar voru ekki nema 118 starfsmenn fjármálafyrirtækja sagðir hafa verið með hærri laun á síðasta ári. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá myndi maður sem hefur jafnaugljósar gáfur, hæfileika, dugnað og persónutöfra og Steindi jr. hafa það miklum mun betra ef hann sérhæfði sig í núvirðisútreikningi frjáls sjóðflæðis heldur en að halda áfram í þessu listamannaharki. Það væri líka miklu betra fyrir samfélagið, hlýtur það ekki að vera?
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun