Fótbolti

Hannes Þór um stærsta gallann: Það hjálpaði mér ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmarkvörðuinn Hannes Þór Halldórsson var spurður út í sinn stærsta galla á sínum yngri árum þegar hann heimsótti Pepsimörkin í vikunni.

Þegar Hannes var að koma upp sem markvörður í íslensku deildinni þá fékk hann á sig gagnrýni fyrir að vera ekki nógu góður að spila frá sér boltanum.

Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur Pepsimarkanna spurðu Hannes hreint út hvort að þessi „galli“ hafi gert honum erfitt fyrir að komast út í atvinnumennsku en Hannes fór ekki út fyrr en þrítugur.

„Það hjálpaði mér ekki. Það er alveg klárt að það þvældist alveg fyrir og yfirleitt var minnst á það. Markmaður eins og ég þarf að hitta á þannig þjálfara og markmannsþjálfara sem eru að leita að svona týpu eins og ég,“ sagði Hannes og bætti við:

„Svona týpu sem er stór og aðeins meira af gamla skólanum heldur en til dæmis Rúnar Alex,“ sagði Hannes sem sagði að það væri ekki endilega sjálfgefið að hitta á slíkan þjálfara.

„Það er alltaf hægt að bæta allt. Það er skemmtilegt að segja frá því að ég, verandi með þessar takmarkanir á mínum leik, að ég hafi síðan spilað í Hollandi og Danmörku. Það hefði kannski fyrirfram verið þær deildir sem væri ólíklegast að ég væri að fara spila í,“ sagði Hannes.

„Við skulum bara orða það þannig að þetta eru ekki takmarkanir á þínum leik lengur,“ sagði Reynir Leósson.

Það má sjá allt svar Hannesar í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×