Fótbolti

Aron Einar: Öll tárin borguðu sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar ætlar að vera klár fyrir HM.
Aron Einar ætlar að vera klár fyrir HM. vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skrifar frábæran pistil á íþróttamannasíðuna The Players Tribune þar sem hann skrifar um sjálfan sig og íslenska landsliðið.

Aron Einar segir fólki frá bakgrunni sínum og aðstæðum er hann var að alast upp. Hann opnar sig einnig um hversu erfitt var að flytja einn að heiman aðeins 17 ára gamall. Þá hafi hann oft hringt grátandi í móður sína. Hann gafst þó ekki upp.

Átján mánuðum síðar fékk hann kallið í landsliðið. „Öll tárin borguðu sig,“ skrifar Aron.

Fyrirliðinn hrósar líka Lars Lagerbäck fyrir hans framlag til landsliðsins.

„Hann veit svo sannarlega hvað hann er að gera,“ skrifar Aron og útskýrir svo í lengra máli hvernig Lars byrjaði með liðið.

Hér má lesa pistilinn og skoða myndbönd sem honum fylgja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×