Fótbolti

Egyptar áttu aðeins eitt skot á markið í fyrsta leik án Salah

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah gengur af velli með vinstri hendi í fatla í úrslitaleiknum gegn Real á laugardaginn
Salah gengur af velli með vinstri hendi í fatla í úrslitaleiknum gegn Real á laugardaginn getty
Egyptar gátu ekki fundið marknetið í fyrsta leik þeirra eftir meiðsli markahróksins Mohamed Salah. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Kólombíu í vináttulandsleik í kvöld.

Salah meiddist í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid síðasta laugardag og mun hann missa af fyrstu leikjum Egypta á HM í Rússlandi. Fyrirheitin fyrir HM eru ekkert sérstaklega góð miðað við þennan fyrsta leik án Salah.

Egyptar áttu eitt skot á markrammann í leiknum, í heildina áttu þeir sex marktilraunir. Kólombíumenn gerðu ekki mikið betur, þeir hittu aðeins tveimur skotum á rammann en voru þó mun meira með boltann og áttu 16 marktilraunir í heildina.

Egyptaland hefur leik á HM 15. júní gegn Úrúgvæ en með þeim í A-riðli eru einnig gestgjafar Rússlands og Sádi-Arabar. Kólombía leikur í H-riðli og á fyrsta leik 19. júní gegn Japan. Í H-riðli leika einnig Pólverjar og Senegal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×