RÚV Prime Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2018 10:00 Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun