Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ríkisútvarpið er sagt taka til sín allar auglýsingatekjur af markaði í krafti stöðu sinnar og HM. Fréttablaðið/Ernir Auglýsendur þurftu að kaupa að lágmarki tíu milljóna króna auglýsingapakka hjá Ríkisútvarpinu til að komast að á besta stað í kringum leiki Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins seldust allir svokallaðir Premium-auglýsingapakkar RÚV upp fyrir HM en þeir fólu líka í sér möguleika á auglýsingum í öðrum dagskrárliðum RÚV í júní og júlí. Gagnrýnt hefur verið að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafi ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og bundið allt auglýsingafé fyrirtækja út árið í HM-pökkum sínum, á kostnað frjálsra fjölmiðla sem einhverjir hafa kvartað til yfirvalda. ÚTvarpsstjóri hafnar því að binding felist í pakkanum.Sjá einnig: Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Fréttablaðið hefur glærukynningu á auglýsingapakka RÚV fyrir HM undir höndum. Þar er auglýsendum boðinn kostunarsamningur sem felur í sér kostun á þáttum fyrir og eftir alla 64 leikina á HM, allt að 20 sekúndur í hálfleik í leikjum Íslands í HM, 240 sekúndur í hálfleik í æfingaleikjum Íslands í aðdraganda HM, 400 sekúndur í íslenskum og erlendum þáttum í aðdraganda HM og kostun á Sögu HM þáttunum sem sýningar hófust á í febrúar. Þessi kostunar/auglýsingasamningur er verðlagður á 13 milljónir króna, án virðisaukaskatts. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá námu tekjur RÚV af kostun á dagskrárefni 158 milljónum í fyrra. Það eru hins vegar svokallaðir Premium-auglýsingapakkar sem verið hafa umdeildir.Úr glærukynningu auglýsingadeildar RÚV.Þeir tryggja bestu staðsetningar í leikjum Íslands í riðlakeppninni og öðrum leikjum á mótinu samkvæmt kynningarefninu. Pakkinn felur í sér bindingu til að kaupa auglýsingar fyrir að lágmarki 10 milljónir króna í júní og júlí, þar sem sekúnduverðið í leikjum Íslands verður 20 þúsund krónur en sekúnduverð á öðrum leikjum HM 8-15 þúsund, og forkaupsrétt á birtingum í leikjum Íslands eftir riðlakeppnina. Kynningarefni þetta virðist vera frá því í vor. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk í síðustu viku, daginn fyrir upphafsleik HM, voru allir stóru auglýsingapakkarnir uppseldir hjá RÚV.Sjá einnig: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um auglýsingatekjur og kostnað RÚV við keppnina. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir áætlaðan kostnað vegna HM og afleiddrar dagskrár nema 220 milljónum. Heildarkostnaður liggi þó ekki fyrir fyrr en að móti loknu. Inni í þeirri tölu sé sýningarréttur sem RÚV er tryggður í gegnum EBU, Evrópusamband útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem samdi við FIFA árið 2012. Magnús segir enn óljóst hverjar tekjurnar eru þar sem mótið sé rétt að hefjast. „Vegna umræðu um svokallaða „Premium pakka“ er þess að geta að sekúnduverð fyrir einstaka leiki er það sama gagnvart öllum viðskiptavinum og ekki bundið neinum skilyrðum um auglýsingamagn né öðrum auglýsingakaupum eins og ætla mætti af því sem hefur komið í fjölmiðlum.“ Ríkisútvarpið fékk 4,1 milljarð króna í beint framlag frá ríkinu í fyrra og hafði að auki tvo milljarða króna í tekjur af auglýsingasölu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Auglýsendur þurftu að kaupa að lágmarki tíu milljóna króna auglýsingapakka hjá Ríkisútvarpinu til að komast að á besta stað í kringum leiki Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins seldust allir svokallaðir Premium-auglýsingapakkar RÚV upp fyrir HM en þeir fólu líka í sér möguleika á auglýsingum í öðrum dagskrárliðum RÚV í júní og júlí. Gagnrýnt hefur verið að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafi ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og bundið allt auglýsingafé fyrirtækja út árið í HM-pökkum sínum, á kostnað frjálsra fjölmiðla sem einhverjir hafa kvartað til yfirvalda. ÚTvarpsstjóri hafnar því að binding felist í pakkanum.Sjá einnig: Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Fréttablaðið hefur glærukynningu á auglýsingapakka RÚV fyrir HM undir höndum. Þar er auglýsendum boðinn kostunarsamningur sem felur í sér kostun á þáttum fyrir og eftir alla 64 leikina á HM, allt að 20 sekúndur í hálfleik í leikjum Íslands í HM, 240 sekúndur í hálfleik í æfingaleikjum Íslands í aðdraganda HM, 400 sekúndur í íslenskum og erlendum þáttum í aðdraganda HM og kostun á Sögu HM þáttunum sem sýningar hófust á í febrúar. Þessi kostunar/auglýsingasamningur er verðlagður á 13 milljónir króna, án virðisaukaskatts. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá námu tekjur RÚV af kostun á dagskrárefni 158 milljónum í fyrra. Það eru hins vegar svokallaðir Premium-auglýsingapakkar sem verið hafa umdeildir.Úr glærukynningu auglýsingadeildar RÚV.Þeir tryggja bestu staðsetningar í leikjum Íslands í riðlakeppninni og öðrum leikjum á mótinu samkvæmt kynningarefninu. Pakkinn felur í sér bindingu til að kaupa auglýsingar fyrir að lágmarki 10 milljónir króna í júní og júlí, þar sem sekúnduverðið í leikjum Íslands verður 20 þúsund krónur en sekúnduverð á öðrum leikjum HM 8-15 þúsund, og forkaupsrétt á birtingum í leikjum Íslands eftir riðlakeppnina. Kynningarefni þetta virðist vera frá því í vor. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk í síðustu viku, daginn fyrir upphafsleik HM, voru allir stóru auglýsingapakkarnir uppseldir hjá RÚV.Sjá einnig: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um auglýsingatekjur og kostnað RÚV við keppnina. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir áætlaðan kostnað vegna HM og afleiddrar dagskrár nema 220 milljónum. Heildarkostnaður liggi þó ekki fyrir fyrr en að móti loknu. Inni í þeirri tölu sé sýningarréttur sem RÚV er tryggður í gegnum EBU, Evrópusamband útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem samdi við FIFA árið 2012. Magnús segir enn óljóst hverjar tekjurnar eru þar sem mótið sé rétt að hefjast. „Vegna umræðu um svokallaða „Premium pakka“ er þess að geta að sekúnduverð fyrir einstaka leiki er það sama gagnvart öllum viðskiptavinum og ekki bundið neinum skilyrðum um auglýsingamagn né öðrum auglýsingakaupum eins og ætla mætti af því sem hefur komið í fjölmiðlum.“ Ríkisútvarpið fékk 4,1 milljarð króna í beint framlag frá ríkinu í fyrra og hafði að auki tvo milljarða króna í tekjur af auglýsingasölu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45