Fótbolti

Mega ekki flagga rangstöðu á HM í tæpum tilfellum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rangstaða!
Rangstaða! Vísir/getty
Aðstoðardómarar á HM í fótbolta eiga ekki að veifa flaggi sínu vegna rangstöðu sé mjótt á mununum um hvort leikmaðurinn sé rangstæður eða ekki.

Formaður dómaranefndar HM, Pierluigi Collina, kynnti þetta á fjölmiðlafundi dómaranefndarinnar í dag.

„Ef þið sjáið aðstoðardómarann halda flaggi sínu niðri þá er hann ekki að gera mistök heldur fylgja leiðbeiningum. Þeir fengu þær skipanir að halda flagginu niðri þegar mjótt er á mununum,“ sagði Collina.

Ástæðan fyrir þessu er sú að myndbandsdómarar eiga að segja til um hvort um rangstæðu sé að ræða eða ekki. Ef aðstoðardómarinn flaggar þá stöðvast allt í leiknum. Ef hann heldur flagginu niður heldur leikur áfram og mögulega er skorað mark. Þá er hægt að fara yfir atvikið og sjá hvort um mark sé að ræða eða ekki.

Það var staðfest í mars að myndbandsdómarar yrðu notaðir á HM eftir að tæknin var prófuð í Þýskalandi og Ítalíu í vetur ásamt nokkrum leikjum í ensku bikarkeppnunum.


Tengdar fréttir

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.

27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn

Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×