Ritskoðun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2018 10:00 Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun