Fótbolti

Rússnesk vefsíða fjallar um íslensku víkingana: „Áður en þú byrjar að lesa, Húh!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar fyrir brottför í gær.
Strákarnir okkar fyrir brottför í gær. vísir/vilhelm
Rússnesk íþróttasíða fjallar í dag vel vel um afrek íslenska landsliðsins í knattspyrnu að komast á HM í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn.

Vefsíðan sports.ru fer vel yfir íslensku víkingana í dag. Þar fara þeir yfir leið íslenska landsliðsins á HM, þjálfarann og leikmennina sem skipa hópinn í sumar.

Svona byrjar umsögnin um íslenska liðið: „Áður en þú byrjar að lesa þetta, klappaðu höndunum. HÚH!”

Síðan segir að undanriðillinn sem Ísland hafi verið erfiður og hafi Ísland gert sér lítið fyrir og unnið hann. Hún minnist einnig á EM 2016 og segir að það hafi verið goðsagnakennt hvernig Ísland sló út England í 16-liða úrslitunum.

„Heimir er 50 ára. Hann hefur nánast eytt öllu lífi sínu í Vestmannaeyjum þar sem hann byrjaði sem þjálfari og varð svo þjálfari. Það er fyndið að hann þjálfaði bæði strákar og stelpur, þar á meðal eiginkonu sína,” segir í umfjöllun vefsíðunnar. Ekki er vitað hvort að þetta eigi við rök að styðjast.

Meira er fjallað um Heimi og er honum hrósað í hástert fyrir hvernig hann undirbýr sig og liðið fyrir leiki. Þar segir frá því hvernig Heimir notar myndbönd á skemmtilegan hátt.

Einnig er farið yfir leikstíl íslenska liðsins og segir í umfjölluninni að hann byggist mest á löngum boltum og föstum leikatriðum. Leikaðferðin sé 4-4-2 og farið sé enska leiðin.

Að lokum spá þeir í spilin og segja þeir að það sé nokkuð líklegt að íslenska liðið komist upp úr riðlinum. Þeir fari þó ekki lengra en 16-liða úrslitin mæti þeir Frökkum þar en fáum við Perú eða Danmörku í 16-liða úrslitunum gætum við komist í 8-liða úrslitin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×