Fótbolti

Brasilía með öruggan sigur í síðasta æfingaleiknum

Einar Sigurvinsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Brasilía batt lokahnút á undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi með sigri á Austurríki í dag. Leikurinn fór fram í Austurríki og lauk með 3-0 sigri gestanna.

Fyrsta mark Brasilíu kom á 36. mínútu þegar boltinn barst til Gabriel Jesus inni í teig heimanna sem kláraði færið af miklu öryggi.

Það var síðan Neymar sem kom Brasilíu 2-0 yfir um miðbik síðari hálfleiksins eftir sendingu frá Willian. Aðeins sex mínútum síðar gulltryggði Philippe Coutinho sigurinn fyrir Brasilíu eftir sendingu frá fyrrum samherja sínum, Firmino.

Nú halda Brasilíumenn til Rússlands þar sem þeirra fyrstu mótherjar í E-riðli verða Svisslendingar eftir viku, en auk þeirra er Kosta Ríka og Serbía í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×