Fótbolti

Gummi Hreiðars grínast með innslagið fræga: Ekki verra að leggja sig í sjónvarpinu

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Guðmundur Hreiðarsson kann að meta góða lögn.
Guðmundur Hreiðarsson kann að meta góða lögn.
Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, var á árum áður einn allra besti markvörður landsins en hann varð t.a.m. Íslandsmeistari með Víkingi árið 1991.

Guðmundur var vinsæll sem fótboltamaður og sérstaklega hjá fjölmiðlum en Heimir Karlsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður á Stöð 2, gerði sögulegt innslag um markvörðinn á leikdegi.

Guðmundur gaf þá áhorfendum innsýn í líf sitt á leikdegi en það vakti mikla lukku þegar að hann lagði sig í innslaginu, eða svona þóttist leggja sig.

„Ef ég væri að fara að spila í kvöld, eftir þessa æfingu, þá þyrfti ég vafalítið fjögurra tíma svefn miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði Guðmundur hress og kátur eftir æfingu íslenska liðsins í dag, aðspurður hvort hann stefndi ekki á kríu í dag.

„Það er rosalega gott að taka smá kríu þó við séum ekki að tala um nema svona korter,“ segir Guðmundur, en er ekki betra að leggja sig nánast í beinni?

„Það er ekki verra ef menn hafa þolinmæði fyrir því að bíða þar til að maður vakni,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×