Fótbolti

Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Þétt setið í stúkunni í Kabardinka.
Þétt setið í stúkunni í Kabardinka. vísri/vilhelm
Strákarnir okkar æfðu í Kabardinka á æfingavellinum í fyrsta sinn í dag fyrir framan fulla stúku af spenntum bæjarbúum sem voru margir hverjir mættir fyrir utan völlinn löngu áður en hleypt var inn.

Rússarnir höfðu hægt um í stúkunni til að byrja með en klöppuðu þó alltaf fyrir okkar mönnum þegar að þeir komu að stúkunni í upphitun eða til þess að fá sér vatn í steikjandi hitanum í Kabardinka.

Vísir sýndi stuttlega frá æfingunni í beinni á Facebook en þar fóru þeir Kolbeinn Tumi Daðason og Henry Birgir Gunnarsson yfir allt það helsta og tóku meðal annars skemmtilegt viðtal við fjölmiðlafulltrúann Ómar Smárason.

Brot af æfingunni og stemningunni í kringum hana má því sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er bara á hlið fyrstu sekúndurnar.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×