Fótbolti

Mikil spenna fyrir því að sjá strákana okkar

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Spenntir íbúar Kabardinka bíða eftir því að sjá strákana okkar.
Spenntir íbúar Kabardinka bíða eftir því að sjá strákana okkar. vísri/vilhelm
Fyrsta æfing strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta í Kabardinka hefst klukkan 11.30 að staðartíma en æfingin er opin öllum og er greinilega mikil spenna í bænum fyrir því að sjá íslensku hetjurnar.

Þegar að blaðamenn mættu á svæði 90 mínútum áður en æfingin átti að hefjast voru margir bæjarbúar mættir og biðu spenntir fyrir utan hurðina. Krakkarnir virðast hvað spenntastir en út úr einum bílnum stukku fjórir ungir drengir sem hlupu að hliðinu með blöð, tilbúnir að næla sér í eiginhandaráritanir.

Fólkið hér í Kabardinka má ekki fara út á svalir í kringum æfingasvæðið og taka myndir eða myndbönd af íslenska liðinu. Þetta er því tækifæri bæjarbúa til að sjá okkar menn og mögulega fá af sér mynd með þeim eða áritun.

Koma verður í ljós hvort bæjarbúar verið svo heppnir en aðgangur þeirra takmarkast við stúkuna af öryggisástæðum. 

Eftir daginn í dag verða allar æfingar landsliðsins lokaðar nema fjölmiðlar fá viðtöl við strákana og svo sjá fyrstu fimmtán mínúturnar eða svo eins og siður er.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×