Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:17 Tollar á innflutta bíla munu að líkindum hækka bílverð í Bandaríkjunum. Þá eru tollar Trump á stál og ál líklegir til að auka kostnaðinn við innlenda framleiðslu. Vísir/EPA Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02
ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01