Lýðræðislegar lausnir á húsnæðisvandanum Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun