Bjóða allt hlutafé Íslenska gámafélagsins til sölu Hörður Ægisson skrifar 20. júní 2018 06:00 Velta Íslenska gámafélagsins hefur nærri tvöfaldast frá 2012. Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Fleiri fréttir Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Sjá meira
Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Fleiri fréttir Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Sjá meira
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent