Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. júní 2018 06:00 Sveinn Andri Sveinsson skiptastjóri segir horfur vera "nokkuð góðar“ með endurheimtur kröfuhafa. Fréttablaðið/GVA Sveinn Andri Sveinsson lögmaður þáði 66,5 milljónir króna án virðisaukaskatts í þóknun á árunum 2016 og 2017 fyrir störf sín sem skiptastjóri heildverslunarinnar Eggerts Kristjánssonar. Með virðisaukaskatti var fjárhæðin 82,3 milljónir króna. Hann fékk 16,8 milljónir króna án virðisaukaskatts árið 2016 og 49,7 milljónir ári síðar. Árið 2017 innheimti hann því að meðaltali um 4,1 milljón króna á mánuði vegna starfa sinna fyrir þrotabúið. Kostnaður við gjaldþrotaskiptin nemur orðið 98 milljónum króna án virðisaukaskatts en þar er meðtalin aðkeypt vinna sérfræðinga eins og í endurskoðun og lögum. Þrotabúið er enn í skiptameðferð og nema kröfur 285,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu skiptastjóra sem Markaðurinn hefur undir höndum. Nafni félagsins var breytt í EK1923 við gjaldþrotið. Þrír lögmenn kröfuhafa þrotabús heildverslunarinnar létu bóka að þeir áskilji sér rétt til þess að bera skiptakostnað undir héraðsdóm. Tveir þeirra óskuðu eftir tímaskýrslum Sveins Andra. Þetta kemur fram í endurriti úr gerðabók skiptastjóra sem Markaðurinn hefur einnig undir höndum.Fimm gerðu ekki athugasemdir Sveinn Andri segir í samtali við Markaðinn að hinir fimm lögmennirnir sem mættu á fundinn fyrir hönd kröfuhafa hafi ekki gert athugasemdir við kostnað varðandi gjaldþrotaskiptin. Eins séu til nákvæmar tímaskýrslur vegna vinnunnar. „Það hefur farið mikil vinna í að rannsaka fjármál þrotabúsins, enda hafa fyrrverandi stjórnendur reynt eftir megni að hylja slóð fjármuna frá búinu skömmu fyrir þrot. Endurkrafa á ríkið vegna tollkvóta að fjárhæð 14 milljónir hafði verið framseld til systurfélags og 21 milljón króna tekin af bankabók félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. Loks voru flóknir gerningar með fasteign félagsins, þar sem eftirstöðvar kaupsamnings voru strikaðar út með seinni tíma skiptingaráætlun.“„Það var bæði kaupsamningur um hana og einnig skiptingaráætlun. Næstu skref mín voru að rifta þessum þrennum viðskiptum og eru þau mál fyrir dómstólum. Einnig voru lagðar fram kærur á hendur eiganda og stjórnendum hjá honum fyrir undanskot fjármuna. Ég hef notið stuðnings kröfuhafa í öllum þeim málum.“ Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi Subway á Íslandi og fyrrverandi aðaleigandi Eggerts Kristjánssonar, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Úttektina af bankareikningi heildsölunnar má rekja til millifærslna frá og til Sjöstjörnunnar vegna fjármuna sem nýttir voru sem handveð fyrir húsaleiguábyrgð frá Íslandsbanka. Þegar annað félag tók húsnæðið á leigu féll ábyrgðin niður og fjárhæðin var millifærð aftur á Sjöstjörnuna. Skiptastjóri segir í skýrslunni að fjárhæðin hafi ekki verið afmörkuð með neinum hætti og því um hefðbundið viðskiptalán að ræða. Sveinn Andri segir að þrotabúið hafi unnið málið er varðaði tollkvótann fyrir Héraðsdómi en því hafi verið áfrýjað til Landsréttar. Málið verði tekið fyrir í haust. Málin er varða bankabókina og fasteignina hafi verið sameinuð máli þar sem eignir Skúla Gunnars hafi verið kyrrsettar. Málið verði tekið fyrir í september. Eignir hafi verið kyrrsettar fyrir rúmlega 400 miljónir króna. Sveinn Andri segir horfur vera „nokkuð góðar“ með endurheimtur kröfuhafa. „Ef þrautavarakrafan er varðar fasteign félagsins verður samþykkt, dugir það til að greiða upp allar kröfurnar.“ Höfuðstóll kröfu til þrautavara sé 222 milljónir króna en 300 milljónir króna með dráttarvöxtum. Strembinn rekstur frá 2010 Rekstur Eggerts Kristjánssonar hafði verið strembinn frá árinu 2010 og heildsalan varð gjaldþrota árið 2016. Heildsalan hafði meðal annars umboð fyrir Findus. Skúli Gunnar keypti heildverslunina í lok árs 2013 ásamt öðrum fyrir 260 milljónir króna, samkvæmt skýrslu skiptastjóra. Samlegð átti að nást með samstarfi Subway og Eggerts Kristjánssonar. Dreifikerfi heildverslunarinnar var nýtt til að dreifa matvælum á Subway-staði. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður þáði 66,5 milljónir króna án virðisaukaskatts í þóknun á árunum 2016 og 2017 fyrir störf sín sem skiptastjóri heildverslunarinnar Eggerts Kristjánssonar. Með virðisaukaskatti var fjárhæðin 82,3 milljónir króna. Hann fékk 16,8 milljónir króna án virðisaukaskatts árið 2016 og 49,7 milljónir ári síðar. Árið 2017 innheimti hann því að meðaltali um 4,1 milljón króna á mánuði vegna starfa sinna fyrir þrotabúið. Kostnaður við gjaldþrotaskiptin nemur orðið 98 milljónum króna án virðisaukaskatts en þar er meðtalin aðkeypt vinna sérfræðinga eins og í endurskoðun og lögum. Þrotabúið er enn í skiptameðferð og nema kröfur 285,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu skiptastjóra sem Markaðurinn hefur undir höndum. Nafni félagsins var breytt í EK1923 við gjaldþrotið. Þrír lögmenn kröfuhafa þrotabús heildverslunarinnar létu bóka að þeir áskilji sér rétt til þess að bera skiptakostnað undir héraðsdóm. Tveir þeirra óskuðu eftir tímaskýrslum Sveins Andra. Þetta kemur fram í endurriti úr gerðabók skiptastjóra sem Markaðurinn hefur einnig undir höndum.Fimm gerðu ekki athugasemdir Sveinn Andri segir í samtali við Markaðinn að hinir fimm lögmennirnir sem mættu á fundinn fyrir hönd kröfuhafa hafi ekki gert athugasemdir við kostnað varðandi gjaldþrotaskiptin. Eins séu til nákvæmar tímaskýrslur vegna vinnunnar. „Það hefur farið mikil vinna í að rannsaka fjármál þrotabúsins, enda hafa fyrrverandi stjórnendur reynt eftir megni að hylja slóð fjármuna frá búinu skömmu fyrir þrot. Endurkrafa á ríkið vegna tollkvóta að fjárhæð 14 milljónir hafði verið framseld til systurfélags og 21 milljón króna tekin af bankabók félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. Loks voru flóknir gerningar með fasteign félagsins, þar sem eftirstöðvar kaupsamnings voru strikaðar út með seinni tíma skiptingaráætlun.“„Það var bæði kaupsamningur um hana og einnig skiptingaráætlun. Næstu skref mín voru að rifta þessum þrennum viðskiptum og eru þau mál fyrir dómstólum. Einnig voru lagðar fram kærur á hendur eiganda og stjórnendum hjá honum fyrir undanskot fjármuna. Ég hef notið stuðnings kröfuhafa í öllum þeim málum.“ Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi Subway á Íslandi og fyrrverandi aðaleigandi Eggerts Kristjánssonar, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Úttektina af bankareikningi heildsölunnar má rekja til millifærslna frá og til Sjöstjörnunnar vegna fjármuna sem nýttir voru sem handveð fyrir húsaleiguábyrgð frá Íslandsbanka. Þegar annað félag tók húsnæðið á leigu féll ábyrgðin niður og fjárhæðin var millifærð aftur á Sjöstjörnuna. Skiptastjóri segir í skýrslunni að fjárhæðin hafi ekki verið afmörkuð með neinum hætti og því um hefðbundið viðskiptalán að ræða. Sveinn Andri segir að þrotabúið hafi unnið málið er varðaði tollkvótann fyrir Héraðsdómi en því hafi verið áfrýjað til Landsréttar. Málið verði tekið fyrir í haust. Málin er varða bankabókina og fasteignina hafi verið sameinuð máli þar sem eignir Skúla Gunnars hafi verið kyrrsettar. Málið verði tekið fyrir í september. Eignir hafi verið kyrrsettar fyrir rúmlega 400 miljónir króna. Sveinn Andri segir horfur vera „nokkuð góðar“ með endurheimtur kröfuhafa. „Ef þrautavarakrafan er varðar fasteign félagsins verður samþykkt, dugir það til að greiða upp allar kröfurnar.“ Höfuðstóll kröfu til þrautavara sé 222 milljónir króna en 300 milljónir króna með dráttarvöxtum. Strembinn rekstur frá 2010 Rekstur Eggerts Kristjánssonar hafði verið strembinn frá árinu 2010 og heildsalan varð gjaldþrota árið 2016. Heildsalan hafði meðal annars umboð fyrir Findus. Skúli Gunnar keypti heildverslunina í lok árs 2013 ásamt öðrum fyrir 260 milljónir króna, samkvæmt skýrslu skiptastjóra. Samlegð átti að nást með samstarfi Subway og Eggerts Kristjánssonar. Dreifikerfi heildverslunarinnar var nýtt til að dreifa matvælum á Subway-staði.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira