Vætutíð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Veður Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun