Bæta þarf kjör aldraðra strax, ekki síðar! Björgvin Guðmundsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun