Fjallgöngur yfirsetukvenna María Bjarnadóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 „Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins María Bjarnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
„Margar sýslur eru svo strjálbygðar og erfiðar yfirsóknar, að hverri konu er ofætlun að hafa þar sýslumannsembætti á hendi.“ Jón Ólafsson þingmaður lýsti þessum áhyggjum á Alþingi árið 1911 þegar til umræðu var frumvarp um aðgang kvenna að námi, námsstyrkjum og opinberum embættum. Einhverjir tóku undir og aðrir voru ósammála. Framsögumaðurinn Hannes Hafstein sagði konur vel geta klifið fjöll og firnindi til þess að bjarga mannslífum sem læknar, eins og þær hefðu gert sem yfirsetukonur þangað til. Það hefðu þær gert „svo vel, að karlmenn munu tæpast gera betur, og ef kona er svo hraust að burðum, að hún getur rækt svo erfitt starf, því mundi hún þá ekki geta þjónað öðrum embættum?“ Jón hafði einnig áhyggjur af afleiðingum frumvarpsins á réttaröryggi í landinu með kvenkyns lögreglustjóra. Til dæmis gætu þær ekki rannsakað morðmál vegna sængurlegu. „Að liggja á sæng er ekki nándar nærri eins hættulegt, eins og margir sjúkdómar, sem karlmenn fá engu síður en konur,“ svaraði Hannes. Á þessum tíma var sennilega ekki búið að taka saman alþjóðlega tölfræði um helstu dánarorsakir kvenna, en fyrir konur á barnsburðaraldri er barnsburður næstalgengasta orsökin. Reyndar er aðeins 1% þessara andláta í ríkjum eins og Íslandi þar sem ljósmæður eru menntaðar og fæðingarþjónusta aðgengileg og hluti af heilbrigðiskerfinu. Ljósmæður bjarga lífum. Þær hafa gert það frá örófi alda, en við mismunandi aðbúnað. Nú er ríkið meira að segja farið að borga þeim fyrir. Það held ég að hvorki Hannes né Jón hafi séð fyrir á sínum tíma.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar