Staðan er dökk Hörður Ægisson skrifar 13. júlí 2018 10:00 Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair WOW Air Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun