Byltingin er staðreynd Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun. Nú hefur sú þróun orðið á undanförnum tveimur áratugum að búið er að meistaravæða flestallar háskólamenntaðar kvennastéttir hins opinbera, sbr. kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, án þess að kjörin hafi batnað til samræmis. Á síðasta áratug hafa aðilar vinnumarkaðarins svo komið sér saman um að hér þurfi að „skapast sátt“, og binda vonir við að hér verði haldið í einhvers konar SALEK-samkomulag – þar sem öll stéttarfélög semji um sams konar prósentuhækkanir. Það þýðir að núverandi misrétti á að innmúrast í kerfið, þar með talið kynbundið misrétti – þ.e.a.s. það að hefðbundnar karlastéttir, sbr. verkfræðingar, lögfræðingar, prestar og læknar, eru með mun hærri laun en kvennastéttirnar. Við erum nú í öldu femínískra byltinga, sbr. #metoo og #höfumhátt. Konur eru fullar af eldmóði og bera ekki lengur virðingu fyrir hefðbundinni stöðu sinni, hvort sem hún felst í að sætta sig við áreitni á vinnustað eða bera virðingu fyrir karllægu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa nú sagt upp störfum, margar deildir á spítölum landsins geta ekki haldið fullri virkni vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og á næstunni horfum við fram á alvarlegan kennaraskort í skólakerfinu. Málið er ofureinfalt. Konur eru ekki tilbúnar til að sætta sig lengur við lægri laun fyrir að velja sér hefðbundið kvennastarf. Það þarf að setja upp nýtt líkan þar sem laun hverrar kvennastéttar eru miðuð við karlastétt með sambærilegar menntunarkröfur og álag annars staðar í kerfinu, auk vaktaálags þegar það á við. Það er ekki fyrr en að þessu loknu sem hægt er að skapa sátt á vinnumarkaði. Og á þessu þurfa samningsaðilar að átta sig strax nú því að börn koma þegar þau koma, hvort sem fæðingardeildirnar eru fullkvennaðar eða ekki. Öryggi þeirra og mæðra þeirra þarf að tryggja.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun