Samkeppni skortir sárlega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar