Samkeppni skortir sárlega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar