Inntak fullveldisins er menningin Svavar Gestsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Svavar Gestsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun