Madonna Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. ágúst 2018 08:15 Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun