Illgresi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:12 Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits.
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun