Sá borgi sem brýtur – óráð í nýjum umferðarlögum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. ágúst 2018 16:19 Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun