Pistill um ekkert Þórlindur Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar