Þannig María Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar