Sumargleymska Davíð Þorláksson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar